Hrökkbrauðið hrjúfa

Preparation time: 10
Cooking time: 10-15

Difficulty: Easy - for beginners
Serves:

Ingredients

1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ (átti ekki, allt í lagi)
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl Spelthveiti (ég notaði venjulegt)
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt (ég minnkaði)
(kúmen ef vill)

Method

Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað (linur massi). Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og helminginn af deiginu á pappírinn, setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukeflinu. Helmingurinn af deiginu passar á u.þ.b. eina bökunarplötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu. Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er.
Bakist í 10 til 15 mín. (+ 15mín ef kexið á að vera dökkt) við 200¨C eða þar til hrökkbrauðið er stökkt.
Geymið hrökkbrauðið í loftþéttu boxi til að það verði ekki seigt.
Það er gott að bæta kúmeni í fræblönduna.

Comments

Spotted a problem?
Did you submit this recipe?
Do you want to make a change?
Send a message via Facebook.